Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum 13. ágúst 2008 09:06 MYND/Pjetur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira