Wayne Rooney segir mikilvægt að hans menn í Manchester United haldi sig við leikstílinn sem færði þeim enska meistaratitilinn í kvöld þegar þeir mæta Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu.
"Ef við förum inn í þennan leik með það fyrir augum að spila varlega og á varnarsinnaðan hátt, gætu þeir refsað okkur. Við verðum að halda okkur við það að sækja og spila þann lipra bolta sem við höfum spilað alla leiktíðina," sagði Rooney, sem verður í byrjunarliðinu í kvöld.
"Við sögðum það fyrir úrslitaleikinn að það yrði sætt að vinna enskt lið í úrslitum, en við vitum líka að það verður hrikalega súrt að tapa fyrir ensku liði. Það yrði martröð að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir Chelsea," sagði Rooney í samtali við Sky.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og mun Hörður Magnússon lýsa honum beint frá Luzhniki vellinum í Moskvu.