Lífið

Fást við leiklist á forsendum hvers og eins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ása Hildur, Guðný Alda og Kristín með Kærleikskúluna.
Ása Hildur, Guðný Alda og Kristín með Kærleikskúluna. MYND/Halaleikhopurinn.is

Það var Halaleikhópurinn sem tók við Kærleikskúlunni svokölluðu í gær úr hendi Magnúsar Geirs Þórðarsonar borgarleikhússtjóra.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra veitir kúluna ár hvert og í þetta sinn var það hópur sem að mati styrktarfélagsins hefur það að markmiði að iðka leiklist fyrir alla. „Halaleikhópurinn fæst við leiklist á forsendum hvers og eins og hefur þannig á vissan hátt opnað nýja vídd í starfi leikhópa hér á landi.

Hópurinn hlaut fyrr á árinu eftirsótt verðlaun, Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2007−2008, en Þjóðleikhúsið veitti þá viðurkenningu," segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og bætti því við að félagið teldi hópinn vel að kúlunni kominn þar sem hann hefði á engan hátt látið fötlun sína hindra sig í listsköpun sinni.

Það var Guðný Alda Einarsdóttir sem tók við kúlunni fyrir hönd Halaleikhópsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.