Lífið

Neighbours stjarna lenti í Mumbai árásum

Leikkonan Brooke Satchwell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Anne Wilkinson í Nágrönnum, slapp naumlega frá vígamönnum sem réðust inn á Taj hótelið í Mumbai í gær með því að fela sig í baðherbergisskáp.

„Það var verið að skjóta fólk á ganginum. Það var dáinn maður fyrir utan baðherbergið," sagði leikkonan í viðtali við ástralska sjónvarpstöð. „Áður en ég vissi var ég á hlaupum niður tröppur framhjá líkum sem þar lágu. Það ríkti algjör ringulreið"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.