Innlent

Opið allan sólarhringinn í Hagkaupi

Hægt verður að versla jólagjafirnar, steikina og skrautið um miðjar nætur í desember. Verslun Hagkaups í Skeifunni verður opin allan sólarhringinn frá og með deginum í dag og fram að jólum hið minnsta.

Í tilkynningu frá Hagkaupi segir að þetta sé gert að óskum viðskiptavina. Opnunartíminn verður með þessum hætti fram að jólum, en ef vel gengur verði þessu haldið áfram á nýju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×