Lífið

Erpur fjallar um Laxness

Erpur Eyvindason
Erpur Eyvindason

Í vetur verður ungt fólk í aðalhlutverki í stofunni á Gljúfrasteini og rýnir í verk Halldórs Laxness. Sunnudaginn 26. október kl. 16.00 mun Erpur Eyvindason, Rottweiler hundur og rappari, fjalla um pólitísku skáldsöguna Atómstöðina eftir Halldór Laxness.

Erpur mun leggja áherslu á sagnfræðilegt samhengi út frá tísku, hugsun, pólitík og listum.

Hann telur að til þess að nútíma lesandi geti sett sig í aðrar aðstæður en þær sem hann býr við í dag er ekki nóg að fjalla um aðstæðurnar í tölum og hversdagslegum vitnisburði almennings, eða eins og Erpur orðar það: „maður þarf að finna lyktina af öðrum tíma og geta tuggið á því. Þess vegna eru rithöfundar oft bestu sagnfræðingarnir því þeir búa yfir galdri sem er nauðsynlegur til að ferja þig aftur í tímann."

Það má greinilega búast við spennandi stofuspjalli frá Erpi á sunnudaginn. Að venju er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gljúfrasteini








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.