Lífið

Neikvæðar fréttir hafa áhrif á röddina, segir söngdíva

Margrét Eir og söngdívurnar ætla að halda aukatónleika.
Margrét Eir og söngdívurnar ætla að halda aukatónleika.

,,Þetta leggst bara rosaleg vel í mig. Ég er byrjuð að undirbúa mig. Þetta verður rosa törn og ég þarf að vera í góðu formi líkamlega og andlega," svarar Margrét Eir söngkona sem er ein af söngdívum stór-jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða í Laugardalshöll 13. desember næstkomandi.

Miðarnir á tónleikana seldust nær upp á innan við klukkustund eftir að miðasala hófst og því var ákveðið að bæta við einum aukatónleikum í Laugardalshöll sama dag kl. 16:00.

Íslensku dívurnar, Margrét Eir, Eivør, Hera Björk og Dísella ásamt tenorunum Garðari Thor Cortes og Jóhanni Friðgeir munu færa Íslendingum jólin með Frostrósum í ár. Með þeim verða góðir gestir, þau Edgar Smári og Guðrún Árný.

Hvernig er best að huga vel að röddinni?

,,Bara að hlusta minna á fréttirnar. Slökkva á þeim og hlusta á góða tónlist. Fréttirnar hafa mikil áhrif á röddina. Sérstaklega allt þetta neikvæða tal sem hefur einkennt fréttirnar undanfarna mánuði," segir Margrét Eir.

,,Og ekki gleyma að hlæja með vinum sínum," segir hún að lokum.

Miðasala hefst á aukatónleikana kl. 10:00 á mánudaginn. Uppselt er í A svæði á Akureyri.

 

Hér má nálgast miða á tónleikana.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.