Viðskipti innlent

Enn veikist krónan

Krónan veiktist um 0,4 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismarkaði. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi krónunnar sígur. Í gær féll það um 3,8 prósent innan dags. Hún hefur ekki verið veikari frá því Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið og hóf að skrá gengi krónunnar fyrir sjö árum síðan.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að áhættfælni einkenni nú innlendan gjaldeyrismarkað og séu menn ófúsir til að taka stöðu í krónunni. Þá bíði fjárfestar eftir því hvort og hvenær stjórnvöld hyggist nýta sér heimild til lántöku upp á samtals 500 milljarða króa sem Alþingi samþykkti fyrir sumarfrí.

Einn bandaríkjadalur kostar nú 82,9 krónur, eitt breskt pund 163,2 krónur og ein dönsk króna 17,2 krónur. Þá kostar ein evra 128,5 krónur og hefur hún aldrei verið dýrari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×