Viðskipti erlent

Sjóðsstjórar Bear Stearns handteknir

Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í New York. Starfsemi bankans hefur nú verið innlimuð í JP Morgan.
Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í New York. Starfsemi bankans hefur nú verið innlimuð í JP Morgan. Mynd/AFP

Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns.

Bandaríski keppinautur bankans, JP Morgan, keypti Bear Stearns í mars í sameiginlegum björgunaraðgerðum ásamt bandaríska seðlabankanum. Með kaupunum var bankanum forðað frá gjaldþroti.

Stjóðsstjórarnir eru meðal annars grunaðir um að hafa hliðrað sér hjá því að gefa viðskiptavini sína áreiðanlegar og réttar upplýsingar um svokölluð undirmálslán og skuldabréfavafninga þeim tengdum. Hrun á undirmálslánamarkaði í Bandaríkjunum er einn þeirra þátta sem hlut eiga að þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum frá miðju síðasta ári. 

Taldar eru líkur á því að sjóðsstjórarnir fyrrverandi geti svipt hulunni af því hvort stjórnendur bankans hafi vitað af slæmri lausafjárstöðu nokkru áður en ljóst var hvert stefndi. Þá eru stjórnendur jafnframt sakaðir um að hafa logið að hluthöfum um stöðu bankans áður en hann lenti í þroti, að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×