Uppbygging og endurmat Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 12. október 2008 04:00 Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyldur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát. Við verðum að horfast í augu við þá stöðu sem upp er komin og hefja hér á ný uppbyggingu á þjóðfélaginu og atvinnulífinu. Land okkar er ríkt af náttúrunnar gæðum en ekki síður af mannauði, vel menntuðu og harðduglegu fólki. Því megum við ekki gleyma - það verðum við að nýta okkur. Bankakerfið og erlendar fjárfestingar hafi skilað Íslendingum mikilli búbót á undanförnum árum og ungt og vel menntað fólk hefur getað gengið að krefjandi og vellaunuðum störfum nær vísum. En Ísland nútímans varð ekki til á örfáum árum og lífskjör okkar byggjast síður en svo á fjármálastarfsemi einvörðungu. Við skulum hafa hugfast að við upphaf þessarar aldar, áður en hinn mikli vöxtur fjármálakerfisins hófst, voru lífskjör Íslendinga þegar með þeim allra bestu í heiminum. Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstöðuatvinnuvegur okkar Íslendinga. Sú undirstaða er ennþá traust og mun tryggja okkur, þótt annað bresti, stöðugt og mikið flæði gjaldeyris. Það sama á við um stóriðju sem aldrei hefur veitt fleirum atvinnu og aflað meiri gjaldeyristekna. Mikil uppbygging hefur sömuleiðis átt sér stað á undanförnum árum í ferðaþjónustu sem halda mun áfram að búa til atvinnu og skapa verðmæti. Von okkar og áskorunÝmis mistök hafa verið gerð á undanförnum árum. En við höfum líka sýnt fyrirhyggju til framtíðar á mörgum sviðum: Það hefur til dæmis verið fjárfest mikið í menntun og rannsóknum á síðustu árum. Það verður að tryggja að sú fjárfesting skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á þessari ögurstundu. Við erum háþróað ríki með hörkuduglegt fólk. Í því felst okkar von, okkar áskorun. Við verðum einnig á næstu mánuðum að nýta okkur þau sóknarfæri sem er að finna á sviði orkufreks iðnaðar og sjávarútvegs og auka þar fjölbreytni og sköpunarkarft. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar og munu hjálpa við að fleyta okkur í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru. Í bankakerfinu hefur verið starfandi öflug sveit harðduglegs fólks með fjölbreytilegan bakgrunn. Sumt af því fólki er nú að missa vinnuna. Það hefur mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu. Við verðum að tryggja að þessi mannauður okkar verði virkjaður áfram í þágu atvinnu- og verðmætasköpunar í stað þess að hann hverfi úr landi. Síðustu dagar hafa einkennst af hruni heillar atvinnugreinar en nú tekur við tímabil uppbyggingar. Samhliða henni verður hins vegar einnig að eiga sér stað ákveðið endurmat. Það blasir við öllum að sá veruleiki sem við búum við í dag er ekki sá sami og hann var í gær. Margt sem við treystum var brigðult og stóðst ekki það gjörningaveður sem nú geysar og ógnar hagkerfum og samfélögum víða um veröldina. Við megum ekki hræðast þetta endurmat, því eftir þessa kreppu verður ekkert sem fyrr. Við blasir, að sú peningamálastefna sem við höfum treyst á undanfarin ár hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, svo vægt sé til orða tekið. Háir stýrivextir Seðlabankans við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi eru eins og öfugmælavísa. Við verðum að endurheimta þann stöðugleika sem hér ríkti og grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg kunna að reynast í því sambandi. Íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf þolir ekki aðra rússíbanareið af því tagi sem við höfum nú upplifað. Í náinni framtíð er ljóst að við verðum að halda áfram að reyna að laða að erlendar fjárfestingar inn í okkar samfélag á hinum mismunandi sviðum. Það blasir við að núgildandi peningamálastefna og traust á gjaldmiðili okkar hefur beðið hnekki en það er ekki til þess fallið að vera sá segull sem til þarf fyrir fjárfesta. Nýjar forsendurÞað er einnig ljóst að umræða um tengsl okkar við Evrópusambandið verður ekki lengur háð á sömu forsendum og verið hefur til þessa. Sum þeirra áfalla sem við urðum fyrir má að minnsta kosti óbeint rekja til aðildar okkar að Evrópusamstarfinu og vísa ég þar meðal annars til þeirrar heimildar sem íslenskir bankar höfðu til að byggja upp innlánsreikninga í öðrum ríkjum en með íslenskri baktryggingu. Á hinn bóginn má einnig færa rök fyrir því að hjá mörgu hefði mátt komast, ef við hefðum átt aðild að ESB. Hvert sú umræða sem nú fer í hönd um Evrópumál mun leiða okkur er engin leið að spá fyrir um. Við verðum að velta fyrir okkur hver staða okkar er og sjá hvernig ríkjum á evrusvæðinu reiðir af í þeirri fjármálakreppu sem hugsanlega hefur ekki enn náð hámarki sínu. Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverfið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat. Sjálfsmynd hvers einstaklings byggist á reynslu, reynslu af sigrum og ósigrum. Þegar frá líður skipta ósigrarnir ekki minna máli, ef við erum óhrædd við að horfast í augu við þá og draga af þeim lærdóma. Ákvarðanir okkar mega hvorki stjórnast af kvíða né angist, og gamlar hugmyndir mega ekki verða að steinbörnum sem við drögnumst með inn í nýja tíma. Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Við erum særð en við höfum þetta af. Við erum samheldin þjóð þar sem undirstöður okkar, huglægar sem hlutlægar, eru sterkar. Með slíkt í farteskinu mun uppbygging ganga hraðar fyrir sig, jafnvel hraðar en við höldum í dag. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyldur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát. Við verðum að horfast í augu við þá stöðu sem upp er komin og hefja hér á ný uppbyggingu á þjóðfélaginu og atvinnulífinu. Land okkar er ríkt af náttúrunnar gæðum en ekki síður af mannauði, vel menntuðu og harðduglegu fólki. Því megum við ekki gleyma - það verðum við að nýta okkur. Bankakerfið og erlendar fjárfestingar hafi skilað Íslendingum mikilli búbót á undanförnum árum og ungt og vel menntað fólk hefur getað gengið að krefjandi og vellaunuðum störfum nær vísum. En Ísland nútímans varð ekki til á örfáum árum og lífskjör okkar byggjast síður en svo á fjármálastarfsemi einvörðungu. Við skulum hafa hugfast að við upphaf þessarar aldar, áður en hinn mikli vöxtur fjármálakerfisins hófst, voru lífskjör Íslendinga þegar með þeim allra bestu í heiminum. Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstöðuatvinnuvegur okkar Íslendinga. Sú undirstaða er ennþá traust og mun tryggja okkur, þótt annað bresti, stöðugt og mikið flæði gjaldeyris. Það sama á við um stóriðju sem aldrei hefur veitt fleirum atvinnu og aflað meiri gjaldeyristekna. Mikil uppbygging hefur sömuleiðis átt sér stað á undanförnum árum í ferðaþjónustu sem halda mun áfram að búa til atvinnu og skapa verðmæti. Von okkar og áskorunÝmis mistök hafa verið gerð á undanförnum árum. En við höfum líka sýnt fyrirhyggju til framtíðar á mörgum sviðum: Það hefur til dæmis verið fjárfest mikið í menntun og rannsóknum á síðustu árum. Það verður að tryggja að sú fjárfesting skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á þessari ögurstundu. Við erum háþróað ríki með hörkuduglegt fólk. Í því felst okkar von, okkar áskorun. Við verðum einnig á næstu mánuðum að nýta okkur þau sóknarfæri sem er að finna á sviði orkufreks iðnaðar og sjávarútvegs og auka þar fjölbreytni og sköpunarkarft. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar og munu hjálpa við að fleyta okkur í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru. Í bankakerfinu hefur verið starfandi öflug sveit harðduglegs fólks með fjölbreytilegan bakgrunn. Sumt af því fólki er nú að missa vinnuna. Það hefur mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu. Við verðum að tryggja að þessi mannauður okkar verði virkjaður áfram í þágu atvinnu- og verðmætasköpunar í stað þess að hann hverfi úr landi. Síðustu dagar hafa einkennst af hruni heillar atvinnugreinar en nú tekur við tímabil uppbyggingar. Samhliða henni verður hins vegar einnig að eiga sér stað ákveðið endurmat. Það blasir við öllum að sá veruleiki sem við búum við í dag er ekki sá sami og hann var í gær. Margt sem við treystum var brigðult og stóðst ekki það gjörningaveður sem nú geysar og ógnar hagkerfum og samfélögum víða um veröldina. Við megum ekki hræðast þetta endurmat, því eftir þessa kreppu verður ekkert sem fyrr. Við blasir, að sú peningamálastefna sem við höfum treyst á undanfarin ár hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, svo vægt sé til orða tekið. Háir stýrivextir Seðlabankans við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi eru eins og öfugmælavísa. Við verðum að endurheimta þann stöðugleika sem hér ríkti og grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg kunna að reynast í því sambandi. Íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf þolir ekki aðra rússíbanareið af því tagi sem við höfum nú upplifað. Í náinni framtíð er ljóst að við verðum að halda áfram að reyna að laða að erlendar fjárfestingar inn í okkar samfélag á hinum mismunandi sviðum. Það blasir við að núgildandi peningamálastefna og traust á gjaldmiðili okkar hefur beðið hnekki en það er ekki til þess fallið að vera sá segull sem til þarf fyrir fjárfesta. Nýjar forsendurÞað er einnig ljóst að umræða um tengsl okkar við Evrópusambandið verður ekki lengur háð á sömu forsendum og verið hefur til þessa. Sum þeirra áfalla sem við urðum fyrir má að minnsta kosti óbeint rekja til aðildar okkar að Evrópusamstarfinu og vísa ég þar meðal annars til þeirrar heimildar sem íslenskir bankar höfðu til að byggja upp innlánsreikninga í öðrum ríkjum en með íslenskri baktryggingu. Á hinn bóginn má einnig færa rök fyrir því að hjá mörgu hefði mátt komast, ef við hefðum átt aðild að ESB. Hvert sú umræða sem nú fer í hönd um Evrópumál mun leiða okkur er engin leið að spá fyrir um. Við verðum að velta fyrir okkur hver staða okkar er og sjá hvernig ríkjum á evrusvæðinu reiðir af í þeirri fjármálakreppu sem hugsanlega hefur ekki enn náð hámarki sínu. Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverfið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat. Sjálfsmynd hvers einstaklings byggist á reynslu, reynslu af sigrum og ósigrum. Þegar frá líður skipta ósigrarnir ekki minna máli, ef við erum óhrædd við að horfast í augu við þá og draga af þeim lærdóma. Ákvarðanir okkar mega hvorki stjórnast af kvíða né angist, og gamlar hugmyndir mega ekki verða að steinbörnum sem við drögnumst með inn í nýja tíma. Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Við erum særð en við höfum þetta af. Við erum samheldin þjóð þar sem undirstöður okkar, huglægar sem hlutlægar, eru sterkar. Með slíkt í farteskinu mun uppbygging ganga hraðar fyrir sig, jafnvel hraðar en við höldum í dag. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun