Krónan styrktist um 1,45 prósent í dag eftir tæplega fjögurra prósenta fall í gær.
Gengisvísitalan stendur í 162,37 stigum.
Bandaríkjadalur kostar samkvæmt þessu 81,4 krónur, eitt pund kostar 160,6 krónur, dönsk króna 16,9 krónur og ein evra 126,1 krónu. Evran fór yfir 128 krónur í gær og hafði aldrei verið dýrari.