Enski landsliðsmaðurinn David Beckham verður lánaður til ítalska úrvalsdeildarfélagsins AC Milan í hálft ár.
Þetta hefur BBC eftir forráðamönnum félagsins í dag en fyrr í dag sagði Gazzetto Dello Sport að þetta væri í spilunum.
Beckham mun æfa og spila með AC Milan frá og með janúar næstkomandi. Hann spilar sinn síðasta leik á tímabilinu í bandarísku MLS-deildinni um helgina með félagi sínu, LA Galaxy.