Erlent

Ísraelar fækka vegatálmum

Óli Tynes skrifar
Ísraelsk varðstöð.
Ísraelsk varðstöð.

Ísraelar hafa fjarlægt 44 vegatálma á Vesturbakkanum, að sögn samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.

Þeir höfðu lofað Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna að fjarlægja 61.

Samhæfingarskrifstofan segir að sex vegatálmar séu ennþá til staðar og að 11 hafi hreinlega ekki fundist.

Palestínumenn segja að vegatálmar og varðstöðvar Ísraela séu að kæfa efnahag þeirra.

Ísraelar segja að stöðvarnar séu nauðsynlegar til að hindra að sjálfsmorðssprengjufólk komist inn í land þeirra.

Enn er gríðarlegur fjöldi vegatálma á Vesturbakkanum og enn fleiri á Gaza ströndinni. Það gerir Palestínumönnum mjög erfitt fyhrir, bæði með aðdrætti og að komast til og frá vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×