Íslenski boltinn

Albert Guðmundsson í 10 bestu í kvöld

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Myndasafn KSÍ

Lokaþátturinn í heimildaþáttaröðinni um tíu bestu knattspyrnumenn Íslands verður sýndur í kvöld á Stöð2 Sport 2.

Að þessu sinni verður Albert Guðmundson til umfjöllunar og má segja að tímamót verði í kvöld þegar íslenskum sjónvarpsáhorfendum gefst í fyrsta sinn kostur á að sjá gamlar myndir af Albert á árum hans sem fyrsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þátturinn hefst klukkan níu.

Albert var brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955.

Albert var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum. Hann skoraði bæði mörk Íslands sem voru fyrstu mörk liðsins frá upphafi. Hann naut mikillar hylli í Frakklandi þar sem hann var kallaður „Hvíta perlan".

Hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari með Val, frá 1942 til 1945. Árið 1962 lék hann öldungaleik ásamt öðrum gömlum stjörnum með AC Milan og skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir grannliði Inter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×