Blaut tuska framan í íbúa Kársness Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. júlí 2008 10:56 Arna Harðardóttir er formaður Betri byggðar á Kárnesi. Arna Harðardóttir, formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi, segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness. Í kjölfar mótmæla íbúa og ríflega 2000 athugasemda dró Kópavogsbær í fyrra til baka skipulagstillögur sínar varðandi Kársnes. Nýjar tillögur um svæðið verða kynntar íbúum á fundi í kvöld. ,,Tillögurnar slá okkur afar illa," segir Arna en að hennar mati er útgangspunktur bæjaryfirvalda magn frekar en gæði. ,,Gunnar Birgisson sagði að tekið yrði mark á athugasemdum og áhyggjum íbúa og þetta yrði unnið á lýðræðislegum nótum," segir Arna og bætir við að nýju hugmyndirnar taka ekki mið af þeim athugasemdum sem bárust. Í tillögunum er gert ráð fyrir fleiri íbúðum, fleiri fermetrum undir atvinnuhúsnæði sem leiðir af sér aukna umferð að mati Örnu. ,,Ljóst er að umferð um Kársnesbraut mun aukast um 50% miðað við það sem nú er," segir Arna. Arna gagnrýnir harðlega tímasetningu kynningarinnar og fundarboðunina sem barst íbúum síðastliðinn föstudag. ,,Fundurinn er boðaður á föstudegi fyrir mestu umferðarhelgi ársins og margir af þeim sökum ekki heima. Þeir fara um eins og þjófar um nóttu og kynna mál þegar fólk er fríi," segir Arna. Skipulagstillögur um Kársnes voru fyrst kynntar nokkrum dögum fyrir jólin 2006. Í framhaldinu bárust bæjaryfirvöldum athugasemdir og voru tillögurnar lagðar fram að nýju í byrjun júlí í fyrra. Íbúum var gefin frestur til 3. september til að skila inn athugasemdum. Nýju tillögurnar verða því þær þriðju á jafn mörgum árum sem Kópavogsbær leggur fram um svæðið. Kynningarfundur skipulags- og umhverfissvið Kópavogs um hugmyndir varðandi blandaða byggð í Kársnesi fer fram í nýrri skemmu við Vesturvör 32b í kvöld klukkan 20. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Arna Harðardóttir, formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi, segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness. Í kjölfar mótmæla íbúa og ríflega 2000 athugasemda dró Kópavogsbær í fyrra til baka skipulagstillögur sínar varðandi Kársnes. Nýjar tillögur um svæðið verða kynntar íbúum á fundi í kvöld. ,,Tillögurnar slá okkur afar illa," segir Arna en að hennar mati er útgangspunktur bæjaryfirvalda magn frekar en gæði. ,,Gunnar Birgisson sagði að tekið yrði mark á athugasemdum og áhyggjum íbúa og þetta yrði unnið á lýðræðislegum nótum," segir Arna og bætir við að nýju hugmyndirnar taka ekki mið af þeim athugasemdum sem bárust. Í tillögunum er gert ráð fyrir fleiri íbúðum, fleiri fermetrum undir atvinnuhúsnæði sem leiðir af sér aukna umferð að mati Örnu. ,,Ljóst er að umferð um Kársnesbraut mun aukast um 50% miðað við það sem nú er," segir Arna. Arna gagnrýnir harðlega tímasetningu kynningarinnar og fundarboðunina sem barst íbúum síðastliðinn föstudag. ,,Fundurinn er boðaður á föstudegi fyrir mestu umferðarhelgi ársins og margir af þeim sökum ekki heima. Þeir fara um eins og þjófar um nóttu og kynna mál þegar fólk er fríi," segir Arna. Skipulagstillögur um Kársnes voru fyrst kynntar nokkrum dögum fyrir jólin 2006. Í framhaldinu bárust bæjaryfirvöldum athugasemdir og voru tillögurnar lagðar fram að nýju í byrjun júlí í fyrra. Íbúum var gefin frestur til 3. september til að skila inn athugasemdum. Nýju tillögurnar verða því þær þriðju á jafn mörgum árum sem Kópavogsbær leggur fram um svæðið. Kynningarfundur skipulags- og umhverfissvið Kópavogs um hugmyndir varðandi blandaða byggð í Kársnesi fer fram í nýrri skemmu við Vesturvör 32b í kvöld klukkan 20.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira