Lífið

Reykjavík síðdegis verðlaunað

Megintilgangur verðlaunanna er að hvetja til góðra og þýðingarmikilla starfa sem stuðla að betri og öruggari umferð.
Megintilgangur verðlaunanna er að hvetja til góðra og þýðingarmikilla starfa sem stuðla að betri og öruggari umferð.

Á Umferðarþingi í ár var aðstandendum útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis" veitt Umferðarljósið sem er sérstök viðurkenning sem Umferðarráð veitir þeim sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála.

Dagskrágerðarmenn þáttarins „Reykjavík síðdegis", þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason, Bragi Guðmundsson og áður Ásgeir Páll Ágústsson hafa verið fundvísir á áhugaverð málefni í sambandi við umferð og umferðaröryggi.

„Þetta kemur á óvart. En við höfum í 8 ára sögu Reykjavík síðdegis alla tíð, í opnu útvarpi, verið mikið í sambandi við manninn á götunni. Sá tími sem landsmenn eyða í bíl hefur lengst og okkur finnst við hafa náð eyrum margra í bílum," svarar Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður þegar Vísir óskar honum til hamingju með viðurkenninguna.

„Þetta hefur alltaf verið ofarlega á blaði hjá okkur að fjalla um samgöngumál á okkar forsendum, það er að segja að vera gagnrýnir og stundum frekir og leiðinlegir."

„Mér finnst það bara gott að þeir sem fjalla um samgöngumál hafa skilið að þetta stúss okkar hefur breytt einhverju. Það er í raun og veru undarlegt hvað lítið er um umfjöllun á þessu sviði þjóðmálanna þar sem tollurinn í mannslífum og slysum og örkumlum er alveg hrikalegur.

„Við vitum öll af sjóslysunum, flugslysunum en umferðarslysin - það svona kemur og fer," segir Þorgeir og bætir við: „Við erum kátir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.