Erlent

Ný stjarna í dýragarði

Óli Tynes skrifar
Snjókorn stingur sér til sunds.
Snjókorn stingur sér til sunds. MYND/AP

Ísbjarnarhúnninn Snjókorn kom í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í vikunni. Snjókorn á heima í dýragarðinum í Nürnberg í Suður-Þýskalandi.

Hún er fjögurra mánaða gömul. Stjórnendur dýragarðsins vonast til að hún dragi til sín gesti líkt og húnninn Knútur gerði fyrir dýragarðinn í Berlín.

Í þeim tilgangi hafa þeir dælt út býsnum af ljósmyndum og videomyndum af Snjókorni undanfarnar vikur. Af krúttinu Knúti er það að segja að hann er orðinn svo stór og öflugur að uppalandi hans þorir ekki lengur inn í búrið til hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×