Innlent

Fjöldahjálparstöðvar opnaðar í dag

Það var nokkuð um eftirskjálfta fyrir austan í nótt, en þó miklu minni en sá 4,5 á Richter sem varð milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöldi.

Jóhanna Róbertsdóttir hjá Rauða krossinum, sem er á Selfossi, sagði í samtali við fréttastofuna fyrir stundu að það væri allt rólegt í bænum núna. Mikil þreyta væri í fólki sem hefði lítið sofið síðan stóri skjálftinn reið yfir. Hún vonaðist til að fólk hefði náð að hvílast í nótt.

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar bæði á Selfossi og í hveragerði. Þar verður á einum stað hægt að fá nýjustu upplýsingar, og þá aðstoð sem fólk kann að þurfa. Meðal annars verða þar áfallahjálparteymi.

Á Selfossi er stöðin til húsa í Tryggvaskála, en í Hveragerði í húsi Rauða krossins í Austurmörk sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×