Innlent

Dauð andarnefja fannst

Andanefjan er talin hafa haldið sig á Pollinum.
Andanefjan er talin hafa haldið sig á Pollinum. MYND/Þóra Þorsteinsdóttir

Dauð andarnefja fanst í fjörunni við bæinn Nes við utanverðan Eyjafjörð í gær. Kunnugir telja víst að þetta sé ein af fjórum andarnefjum, sem hafa haldið sig á Pollinum við Akureyri að undanförnu.

Ekki liggur fyrir hvað varð hvalnum að bana, en vísindamenn Hafrannsóknastofnunar munu taka sýni úr honum til rannsóknar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×