Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar 22. september 2008 13:35 Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira