Íslenska U-16 ára landslið kvenna í körfubolta vann í dag sigur í C-deild Evrópumótsins í körfubolta. Liðið vann stórsigur á Albönum í úrslitaleik 74-41.
Guðbjörg Sverrisdóttir átti stórleik í úrslitaleiknum þar sem hún skoraði 16 stig, hirti 16 fráköst og stal 8 boltum og Ína Einarsdóttir skoraði einnig 16 stig. Íslenska liðið vann alla sína leiki á mótinu.