Matur

Hamborgarhryggur að hætti Nóatúns

Fjöldi matargesta: 8

Leiðbeiningar

Hryggurinn er soðinn rólega í ca 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru.

Glassering: Öllu blandað saman og látið krauma í ca. 5 mín. Hryggurinn er tekinn úr pottinum, látið drjúpa af honum, penslaður með glasseringunni og settur inn í 200° heitan ofn í 15 mín.

Sósan: Laukurinn er látinn krauma í smjöri, piparnum bætt út í ásamt rauðvíni og soði, hunangi, sinnepi og rjóma.

Kryddið með kjötkrafti og þykkið með smjörbollu ef þurfa þykir.

3 kg Hamborgarahryggur
2 dósir tómatpúrra , litlar
1 flaska maltöli

Glassering:

1 bolli púðursykur
0.5 bolli tómatsósa
0.5 bolli Sætt sinnep
1.5 bolli rauðvín

Sósa:


150 g smjör
1 Stk. laukur , smátt saxaður
1 Tsk. Hvítur pipar
0.5 flaska rauðvín
1.5 l soð , soð af hryggnum
0.5 l rjómi
0.5 dós hunang
0.5 Msk. sinnep
kjötkraftur
Smjörbolla , (100 g hveiti og 75 g smjör)

 

Uppskrift af Nóatún.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.