Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp 21. febrúar 2008 00:01 Eldunartími: 2 klst Fjöldi matargesta: 4 Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp Matreiðsla: Setjið hrygginn yfir til suðu ásamt grænmetinu, suðan má vera allt að klukkutíma að koma upp. Látið sjóða í 40 mínútur þangað til að suðan sé rétt undir suðumarki. Leggið fíkjurnar í bleyti í heitt vatn, skerið smátt og maukið í blandara ásamt sinnepinu, hunanginu og edikinu. Smyrjið blöndunni ofan á hrygginn eftir að hann hefur verið færður upp úr vatninu og setjið í ofn í 10-15 mín á 180°C. Sósan: Lagið sósuna úr soðinu í pottinum með því að mæla hálfan lítra af soðinu og þykkja það með 50g af smjörbollu og bæta í 2 dl af rjóma og 1 dl af rauðvíni. Smakkist til með rifsberjahlaupi og kjötkrafti. Ef soðið er of salt á bragðið þarf að þynna það með vatni og bæta í kjötkrafti á móti. Framreiðsla: Hefðbundið meðlæti með hamborgarhrygg er rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur ásamt eplasalati. 1.6 kg hamborgarhryggur 4 stk fíkjur þurrkaðar 2 msk Sætt sinnep 1 msk hunang 1 msk Balsamic edik 0.5 stk laukur 1 stk gulrætur 4 stk negulnaglar 1 stk Sellerístilkur 2 stk lárviðarlauf 0.5 tsk. timjan Uppskrift af Nóatún.is Hamborgarhryggur Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið
Eldunartími: 2 klst Fjöldi matargesta: 4 Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp Matreiðsla: Setjið hrygginn yfir til suðu ásamt grænmetinu, suðan má vera allt að klukkutíma að koma upp. Látið sjóða í 40 mínútur þangað til að suðan sé rétt undir suðumarki. Leggið fíkjurnar í bleyti í heitt vatn, skerið smátt og maukið í blandara ásamt sinnepinu, hunanginu og edikinu. Smyrjið blöndunni ofan á hrygginn eftir að hann hefur verið færður upp úr vatninu og setjið í ofn í 10-15 mín á 180°C. Sósan: Lagið sósuna úr soðinu í pottinum með því að mæla hálfan lítra af soðinu og þykkja það með 50g af smjörbollu og bæta í 2 dl af rjóma og 1 dl af rauðvíni. Smakkist til með rifsberjahlaupi og kjötkrafti. Ef soðið er of salt á bragðið þarf að þynna það með vatni og bæta í kjötkrafti á móti. Framreiðsla: Hefðbundið meðlæti með hamborgarhrygg er rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur ásamt eplasalati. 1.6 kg hamborgarhryggur 4 stk fíkjur þurrkaðar 2 msk Sætt sinnep 1 msk hunang 1 msk Balsamic edik 0.5 stk laukur 1 stk gulrætur 4 stk negulnaglar 1 stk Sellerístilkur 2 stk lárviðarlauf 0.5 tsk. timjan Uppskrift af Nóatún.is
Hamborgarhryggur Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið