Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum 10. apríl 2008 20:07 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Fréttastofa Associated Press segir að þótt nokkrar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna hafi greint frá verri hag en áður hafi lágvörukeðjur á borð við Wal-Mart og Costco greint frá góðri sölu á matvælum og eldsneyti í marsmánuði. Megi reikna með að salan muni gefa nokkuð í eftir því sem líði á árið. Fréttastofan hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum að enn eigi eftir að koma í ljós hversu djúp spor undirmálslánakrísan hefur sett í afkomu fjármálafyrirtækja. Það skýrist í næstu viku þegar bankarnir skila inn uppgjörum sínum fyrir nýliðinn fjórðung. Haft er eftir Alan Gayle, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu RidgeWorth Capital Management, að eina stundina telji menn fjármálakreppuna á enda. Aðra komi svo upp á yfirborðið skrýtnar fréttir á borð við þær sem komu í dag þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers tilkynnti að hann hefði lokað þremur sjóðum vegna erfiðleika við fjármögnun. Hefði hann af þeim sökum afskrifað einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent, Nasdaq-vísitalan um 1,27 prósent og S&P-500 vísitalan fór upp um 0,45 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira