Tónlistarpælarinn og uppflettiritið Kristinn Pálsson byrjar í kvöld með útvarpsþátt sinn, Uppruni tegundanna, á Rás 2, þriðja árið í röð. Í þáttunum er fjallað um afmarkaðar stefnur, afbrigði, senur eða stíla sem hafa skotið upp kollinum í rokk- og dægurtónlistarsögunni. Í vetur verður haldið áfram að fjalla um fjölskrúðugt tónlistarlíf hippatímans, þá verður sjónum beint að bresku senunni, söngvaskáldakynslóðinni og fleiru. Uppruni tegundanna er á dagskrá að loknum tíufréttum.
Tegundirnar krufnar
