Erlent

Forsætisráðherra Dana á búgarði Bush

Óli Tynes skrifar
Það fór vel á með leiðtogunum og konum þeirra.
Það fór vel á með leiðtogunum og konum þeirra. MYND/AP

Anders Fogh-Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og eiginkona hans Anne-Mette eru nú gestir á búgarði Georges Bush Bandaríkjaforseta í Texas.

Hjónin komu þangað með forsetaþyrlunni og Bush og Laura kona hans tóku á móti þeim í hvítum pallbíl sem forsetinn ók sjálfur. Yfirleitt eru það ekki nema leiðtogar stærstu þjóða sem boðnir eru á búgarðinn í Texas.

Fogh-Rasmussen hefur hinsvegar verið dyggur stuðningsmaður bandaríska forsetans og danskir hermenn hafa barist bæði í Írak og Afganistan. Dönsku forsætisráðherrahjónin verða á búgarðinum í þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×