Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim 1. mars 2008 17:01 Harry, Karl og William yfirgefa Brize Norton herstöðina. MYND/AFP Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. „Eins og þið getið ímyndað ykkur er það augljóslega mikill léttir hvað mig varðar að fá hann heim í heilu lagi," sagði Karl eftir komu Harry á Brize Norton herstöðina í Oxfordshire. Karl sagðist vera mjög stoltur af því sem Harry hefði gert en tók fram að hann skildi hvernig það væri fyrir margar fjölskyldur og ástvini hermanna sem sinna skyldum sínum á slíkum svæðum. Hann sagði ennfremur að bæði Harry og konungsfjölskyldan væru vonsvikin yfir því að prinsinn hefði ekki getað klárað sex mánaða tímabil vegna þess að fjölmiðlar hafi komist á snoðir um veru hans í Afganistan. Harry spjallaði við félaga sína eftir að hann lenti á flugvellinum, en talaði ekki við fréttamenn. Hann er þriðji í röðinni til að erfa krúnuna. Ýmis hryðjuverkasamtök hafa gagnrýnt veru Harry í Afganistan. Á þekktri vefsíðu stuðningsmanna al-Kaída er hvatt til þess að honum verði rænt og hann tekinn af lífi. Á annarri var farið fram á að hann yrði drepinn og vídeó af aftökunni yrði sent konungsfjölskyldunni. Áform um að senda prinsinn til Írak í fyrra runnu út í sandinn þegar leyniþjónustan komst á snoðir um áætlanir um að hann yrði drepinn. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. „Eins og þið getið ímyndað ykkur er það augljóslega mikill léttir hvað mig varðar að fá hann heim í heilu lagi," sagði Karl eftir komu Harry á Brize Norton herstöðina í Oxfordshire. Karl sagðist vera mjög stoltur af því sem Harry hefði gert en tók fram að hann skildi hvernig það væri fyrir margar fjölskyldur og ástvini hermanna sem sinna skyldum sínum á slíkum svæðum. Hann sagði ennfremur að bæði Harry og konungsfjölskyldan væru vonsvikin yfir því að prinsinn hefði ekki getað klárað sex mánaða tímabil vegna þess að fjölmiðlar hafi komist á snoðir um veru hans í Afganistan. Harry spjallaði við félaga sína eftir að hann lenti á flugvellinum, en talaði ekki við fréttamenn. Hann er þriðji í röðinni til að erfa krúnuna. Ýmis hryðjuverkasamtök hafa gagnrýnt veru Harry í Afganistan. Á þekktri vefsíðu stuðningsmanna al-Kaída er hvatt til þess að honum verði rænt og hann tekinn af lífi. Á annarri var farið fram á að hann yrði drepinn og vídeó af aftökunni yrði sent konungsfjölskyldunni. Áform um að senda prinsinn til Írak í fyrra runnu út í sandinn þegar leyniþjónustan komst á snoðir um áætlanir um að hann yrði drepinn.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira