Erlent

Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna

Harry ásamt félögum sínum í skriðdreka í Afganistan
Harry ásamt félögum sínum í skriðdreka í Afganistan MYND/AP

Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun.

Omar Bakri Mohammad sagði að prinsinn sem sneri aftur til Bretlands í dag, hagaði sér eins og mikilmenni og það gerði hann að skotmarki íslamskra öfgamanna. Hann segir prinsinn hafa orðið „sendiherra stríðs" öfugt við móður hans Díönu Prinsessu sem hafi verið „sendiherra friðar." Talibanar og al-Kaída liðar muni fylgjast með honum.

„Það lítur út fyrir að hann hafi verið í stríði við Íslam og Múslima. Strangt til tekið var það sem hann gerði í raun glæpur," er haft eftir Mohammad á fréttavef Sky.

Með framkomu sinni segir klerkurinn að Harry hafi gert Bretland að eftirsóttara skotmarki fyrir hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×