Lífið

Laugardalshöll breytist í skemmtistað

Daníel Ágúst Haraldsson verður í stuði með Gus Gus þann 16.júní
Daníel Ágúst Haraldsson verður í stuði með Gus Gus þann 16.júní

GUS GUS og David Guetta koma fram á stærstu tónleikum þessa árs í Laugardalshöll þann 16.júní. Um er að ræða einstakan

tónlistarviðburð sem aldrei áður hefur verið settur upp á Íslandi.

Í aðeins eitt kvöld verður Laugardalshöll breytt í stærsta skemmtistað á Íslandi og verður engu til sparað við að gera þennan viðburð að einhverju því eftirminnilegasta í Íslensku tónleika- og skemmtanalífi.

18 ára aldurstakamrk verður sett þetta kvöld í Höllinni, þar sem gleðin mun standa fram á nótt og verður áfengissala fyrir þá sem hafa náð 20 ára aldri.

David Guetta er án efa eitt stærsa nafnið í danstónlistarheiminum í dag og hefur verið með lög í í toppsætum vinsældarlista í Evrópu síðustu mánuði, m.a hér á Íslandi, eftir útgáfu nýjustu plötu sinnar "Pop Life".

Reynt hefur verið að fá David Guetta til Íslands í um eitt og hálft ár án árangurs og er það því mikill fengur að loks nú hafi náðst samningar um komu hans til landsins.

Þeir sem séð hafa David Guetta á tónleikum segja með ólíkindum hversu vel hann nær fólkinu með sér og sá andi sem skapist á

uppákomum hans sé vanfundinn. David Guetta setur miklar kröfur

varðandi ljós og hljóð og eru því sýningar hans einstakt augna- og

eyrnayndi.

Gus Gus koma fram í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi og verða tónleikar þeirra eitthvað það lang stærsta sem þau hafa farið út í hér á landi. Um er að ræða fullt sett og verða tekin mörg ný lög af væntanlegri plötu sem kemur út á haustmánuðum.

Eins og Gus Gus aðdáendur vita leggur sveitin gríðarlega mikið upp úr besta mögulega hljóði og að sviðsmyndin sé til fyrirmyndar. Vegna þessa verður engu til sparað við að gera uppákomu Gus Gus að þeirra allra flottustu hingað til og hlakkar sveitin mikið til þess að leika í Hölinni.

Miðasala hófst í dag á midi.is í verslunum Skífunnar og BT úti á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.