Viðskipti innlent

Sprettur í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, á aðalfundi félagsins í gær.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, á aðalfundi félagsins í gær. Mynd/Valli

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag. Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins.

Gengi Kaupþings og Glitnis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra banka og fjármálafyrirtækja hækkaði minna.

Ekkert félag hefur lækkað á sama tíma.

Þetta er svipuð þróun og á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,44 prósent og stendur hún í 4.983 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×