„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ 12. mars 2008 11:42 MYND/GVA Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira