Viðskipti innlent

Atorka Group lækkaði um 8,4%

Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnarformaður Atorku Group.
Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnarformaður Atorku Group.

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest, eða um 3,54%. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 2,99% Landsbanki Íslands hf. hækkaði um 1,79% og Glitnir banki um 1,15% Straumur-Burðarás hækkaði um 0,98%.

Atorka Group lækkaði mest, eða um 8,40% 365 lækkaði um 3,40%. Teymi lækkaði um 0,80% og Össur lækkað um 0,56%. Eimskipafélag Íslands lækkaði svo um 0,52%.

Lækkun í Atorku má rekja til þess að félagið greiddi út arð í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×