Lífið

Gillz ætlar að skeina Verzlingum fyrir gott málefni

„Þessir Verzlingar halda að þeir séu að fara að koma og skeina feitum selebbum og láta allan skólann hlæja Það er ekki að fara að gerast á minni vakt," segir Egill „Gillz" Einarsson. Hann verður fyrirliði fótbotaliðs frægra, sem mætir liði Verzlunarskólans á morgun.

Í stíl við tíðarandann verður frítt er inn á leikinn. Allur ágóði af veitingasölu á staðnum fer óskiptur í að safna fé fyrir byggingu brunna í Gíneu-Bissá til að tryggja íbúum landsins hreint og heilnæmt vatn.

Gillz hefur raðað saman her stjarna sem hann velur úr lið sem hann er fullviss um að muni gjörsigra lið Verzlinga. Þar á meðal eru þeir Auðunn Blöndal, Heiðar Austmann, Ívar Guðmunds, Logi Bergmann, Þorgrímur Þráins, Sigmar í Kastljósinu, Helgi Seljan, Sigmundur Ernir, Sigurður Kári, Jón Ólafs, Sölvi í Ísland í dag, Sverrir Bergmann, Bjössi og Dísa í World Class, Vedís Hervör, Kolfinna B og fótboltamennirnir Tryggvi Guðmundsson og Gunnleifur Gunnleifsson, að ógleymdum stórsöngvaranum Geir Ólafs.

„Ég hef trú á sumum leikmönnum þarna," segir Gillz sem ítrekar þó að það komist ekki hver sem er í liðið. Menn geti tildæmis ekki rúllað um í eigin skvapi á leikvellinum, og séu menn með of háa fituprósentu verði þeir einfaldlega sendir í sturtu. „Ég þarf að fitumæla þá á leikdegi, þá kemur í ljós hvort þeir fái leikheimild. Þeir sem eru í áhættuhóp til að detta út vegna of hárrar líkamsfitu eru Sigmundur Ernir, Jón Ólafs og Simmi í Kastljósinu," segir Gillz, sem þó er vongóður fyrir hönd sinna manna.

„Það sem er okkur í hag er hversu kynæsandi lið við erum með," segir Gillz. „Það er ekki einn ljótur maður í liðinu!"

Leikurinn verður í Kórnum í kópavogi klukkan sjö annað kvöld, en húsið opnar hálftíma fyrr. Frítt er inn Gillz fjallar nánar um málið á blogginu sínu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.