Lewis Hamilton verður á ráspól þegar ræst verður í Ungverjalandskappakstrinum á morgun eftir að hann náði bestum tíma allra í tímatökum í dag.
Hamilton var öruggur í öllum sínum aðgerðum í dag og náði sínum 10. ráspól á ferlinum.
McLaren bílarnir voru í góðu standi í dag þar sem félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, náði öðrum besta tímanum.
Felipe Massa hjá Ferrari verður þriðji á ráslínu á morgun en heimsmeistarinn Kimi Raikkönen náði sér ekki á strik og endaði með sjötta besta tímann.