Erlent

Írak þrefalt auðugra af olíu en talið var

Óli Tynes skrifar

Olíulindir í Írak kunna að vera þrefalt stærri en talið hefur verið hingað til. Ef rétt reynist er Írak olíuauðugasta land í heimi.

Hingað til hefur verið talið að Írakar ættu um 115 milljarða olíufata í jörðu. Barham Salih aðstoðarforsætisráðherra sagði í dag að nýjar áætlanir frá áreiðanlegum heimildum bentu til þess að þar séu í jörðu 350 milljarðar fata.

Salih sagði einnig að kostnaður við að vinna olíuna sé mjög lítill miðað við það sem gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hann vill stórauka framleiðsuna sem í dag er 2,3 milljónir fata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×