Bryndís á afmælistónleikum 11. desember 2008 07:45 Bryndís Ásmundsdóttir heldur uppá afmæli með tónleikum í kvöld. Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlutverki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Þaðan lá leiðin í leikhópinn Gamanleikhúsið, sem stofnaður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskólanum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni - Papa Jazz - og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjarins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferðalag um Bandaríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjölfarið lék hún hlutverk Ragtime Lil í söngleiknum „Ragtime Lil and Banjo Banjo show" í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leiklistarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Stones show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söngkonuna.- pbb
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira