Innlent

Vegfarandi undir Ingólfsfjalli segist aldrei hafa lent í öðru eins

Kristinn Guðlaugsson var á ferð í sendiferðabíl undir Ingólfsfjalli þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann segist aldrei hafa lent í öðru eins.

"Þetta er eitt það rosalegasta sem ég hef lent í á ævinni. Bílinn hoppaði og skoppaði á veginum. Það var rúta full af fólki fyrir aftan okkur og vörubíll fyrir framan okkur sem áttu í mestu vandræðum með að halda sér á veginum.

Það munaði mjög litlu að illa færi. Ingólfsfjall var einn reykjarmökkur. Ég hef aldrei séð annað eins. 17. júní skjálftinn var ekki neitt miðað við þetta," segir Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×