Lífið

Milljón dollara módelleit Ásdísar í kreppu

Mikil óvissa er hvað verður af þáttunum Million Dollar Model Search, sem Ásdís Rán vann sér inn þátttökurétt í síðastliðinn vetur. Upptökur áttu að hefjast upp úr áramótum, en kreppan hefur farið illa með framleiðslufyrirtækið sem stendur að þáttunum. Framleiðslufyrirtækið ásamt vefsíðunni Saavy.com var tekið yfir af fyrirtæki, og kostendur þáttanna hafa dregið sig út einn af öðrum. Keppninni hefur því verið frestað um óákveðinn tíma.

 

Val keppenda í þáttinn fór fram mánaðarlega á Saavy síðunni og vann Ásdís marsmánuð eftir æsipennandi keppni. Hún er að vonum ekki ánægð með tíðindin. „Þetta er mjög leiðinlegt því ég er búin að eyða endalausri vinnu í þetta, fara til Bandaríkjanna í tökur og fleira," segir Ásdís. Hún segir búið að segja flestum upp sem hún var í tengslum við hjá þættinum, og því erfitt að vita hvað verður. „Það er svo sem ekki mikið sem ég get gert í augnablikinu," segir Ásdís. „Ég vona bara að það greiðist úr þessum vanda og ég fái tækifærið seinna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.