Lífið

Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september

Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.
Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.

Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.

Að loknum leik verður verðlaunaafhending og kvöldverður í boði Golfklúbbs Reykjavíkur.

Í tölvubréfi til borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa og embættismanna kemur fram að leiknar verða 9 holur með leikfyrirkomulaginu Greensome en þá leika tveir saman í liði. Báðir slá upphafshögg, annað - og væntanlega betra höggið - er valið og í framhaldinu slá liðsmenn annað hvert högg þangað til golfkúlan er komin í holu.

Fyrirkomulagið er sagt henta hópnum vel og hefur vakið lukku hjá þátttakendum síðastliðin ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.