Innlent

Vinnuvélar og vörubílar seldir úr landi

Tugir vinnuvéla og stórra vörubíla eru verkefnalaustir um allt land. Vegna gengisbreytinga og hækkunar á olíuverði eru bílarnir reknir með miklu tapi. Til að losa sig út úr skuldum eru menn farnir að selja bílana úr landi.

Örn Johansen vörubílstjóri hefur tekið til sinna ráða til að mæta þeirri slæmu rekstrarstöðu sem nú er uppi hjá vörubílstjórum. Hann hefur undanfarin ár flutt inn nokkra stóra vörubíla og vinnutæki. En nú hefur dæmið snúist við og hann er farin að flytja stóra trukka úr landi.

Örn segir að ekki sé hægt að selja nýrri bílana úr landi vegna þess hversu lánin á þeim hafa hækkað mikið. Það séu því árgerðirnar frá 1988 til 2002 sem gott sé að losna við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×