Erlent

Hlýnun jarðar ógnar fuglastofnum heimsins

Ný könnun á vegum BirdLife International sýnir að hlýnun jarðar ógnar nú fuglastofnum heimsins. Talið er að um áttundi hluti fuglastofna heimsins sé nú í útrýmingarhættu eða samtals 1.226 tegundir.

Listinn yfir fugla í útrýmingarhættu er endurskoðaður á fjögurra ára fresti af dýraverndarsamtökunum BirdLife International. Þar kemur fram að fylgifiskar hlýnunnar jarðar eru m.a. langvarandi þurrkar og óvenjulega slæmt veðurfar sem geri fuglalífi erfitt fyrir.

BirdLife International hefur í framhaldi af könnun þessari gefið út lista með 190 fuglategundum sem samtökin telja í bráðri útrýmingarhættu ef ekkert er að gert. Meðal þeirra fugla eru Tristan albatrossinn og Mariana krákan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×