Erlent

Hillary á Hummer

Óli Tynes skrifar
NEIIIII, ekki þennan takka.
NEIIIII, ekki þennan takka.

Þótt bandarískur forsetaframbjóðandi sé á móti stríðinu í Írak er nauðsynlegt fyrir hann eða hana að sýna hernum áhuga og ekki þá síst velferð hermanna.

Þetta veit Hillary Clinton ósköp vel og þáði því með þökkum boð um að skoða búnað sem hermenn hafa til umráða.

Talsvert hefur verið fjallað um að ökutæki hersins séu ekki nógu vel varin fyrir bílsprengjur.

Hillary sýndi því mikinn áhuga þegar hún skoðaði nýjustu útgáfuna að Hummer í samsetningarverksmiðju General Motors um helgina.

Ekki ók hún þó neinum skriðdreka í heimsókninni enda er slíkt ekki á færi nema breskra járnfrúa. Hillary ýtti hinsvegar á alla taka sem hún sá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×