Lífið

Segir breska stjórnmálamenn litlausa við hlið Obama

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Leikarinn Daniel Radcliffe segir breska stjórnmálamenn ekki standast Barack Obama snúning þegar kemur að því að veita almenningi innblástur.

Radcliffe, sem túlkað hefur galdranemann Harry Potter í fimm kvikmyndum og þeirri sjöttu næsta sumar, segir að tekið hafi verið á móti Barack Obama eins og sjálfum Messíasi þegar hann heimsótti England og bætti því við að því miður skörtuðu Englendingar engum jafnaðsópsmiklum stjórnmálamönnum og alveg örugglega engum sem dregið gætu að þúsundir manna til að hlusta á ræður.

Radcliffe gekk nýlega frá 6,4 milljarða króna samningi fyrir tvær síðustu Harry Potter-myndirnar og er ekki seinna að vænna, segja þeir sem til þekkja, þar sem Radcliffe er að verða tvítugur og fer persóna hans í myndunum að minna á eilífðarstúdent í galdraskóla fremur en nýgræðing af þessum sökum. Það er næstsíðasta myndin sem lítur dagsins ljós sumarið 2009 og er búist við að sú síðasta fæðist um það bil ári síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.