Erlent

Laus úr greipum sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Franska skipið sem var rænt.
Franska skipið sem var rænt.

Þrjátíu manna áhöfn á litlu frönsku skemmtiferðaskipi er nú frjáls ferða sinna, viku eftir að sjóræningjar hertóku skipið. Frakkar sendu herskip og sérsveit hermanna til þess að fylgjast með skipinu.

Því var rænt í Aden flóa og siglt að ströndum Sómalíu.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort þeir áttu einhvern þátt í að frelsa áhöfnina. Það er þó ekki ólíklegt þar sem haft er eftir Nicolas Sarkozy forseta að hann sé þakklátur hernum fyrir að leysa málið.

Auk þess taka viðræður við sjóræningja yfirleitt marga mánuði áður en gíslar þeirra eru látnir lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×