Erlent

Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur

Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni.

Þetta var á meðal þess sem fram kom í sérstökum réttarhöldum á Englandi í dag sem ætlað er að varpa ljósi á sviplegan dauða hennar sem varð í ágúst 1997. Englendingar fylgjast grannt með réttarhöldunum enda margir þar í landi á þeirri skoðun að dauði hennar hafi ekki verið slys.

Fyrrverandi lögfræðingar hennar sögðu réttinum að Díana hefði ítrekað haft á orði að hún óttaðist um líf sitt.

Annar lögfræðinganna, Maggie Rae, sagðist aldrei hafa tekið mikið mark á þessum orðum en að lögregla heði verið látin vita á sínum tíma.

Hún sagði einnig að líf Díönu hafi verið einmanalegt síðust árin þrátt fyrir að hún hafi ávallt borið sig vel á mannamótum. Hún hafi dvalið löngum stundum á heimili sínu, Kensington Palace og hitað upp máltíðir í örbylgjuofninum.

Rae segir að Díana hafi haldið þeirri skoðun fast fram að besta lausnin fyrir ensku krúnuna, sem átti undir högg að sækja eftir skilnað Karls og Díönu, væri ef sonur hennar tæki við af Elísabetu drottningu.

Mohammed Al-Fayed, faðir Dodi Fayed, var einn ötullasti baráttumaður þess að réttarhöld þessi færu fram. Hann hefur haldið því fram að Díana og sonur sinn hafi verið myrt að skipan Fillipusar, eiginmanns Elísabetar drottningar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×