Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum 10. nóvember 2008 21:20 Maður gengur fram hjá kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira