Erlent

Vísindamenn uppgötva pöddu sem býr til olíu

Kannski gætum við sett bensín á bíla okkar í framtíðinniúnnið úr úrgangi þessara einfrumunga.
Kannski gætum við sett bensín á bíla okkar í framtíðinniúnnið úr úrgangi þessara einfrumunga.

Vísindamenn hjá fyrirtækinu LS9 í Sílikondalnum hafa náð að breyta pöddum á erfðarfræðilegan hátt þannig að þær geta nú skilað af sér hráolíu sem úrgangi eftir að hafa verið fóðraðar á landbúnaðarúrgangi.

Mr. Pal hjá LS9 telur að eldsneyti unnið úr úrgangi paddanna geti verið komið á venjulegan bíl eftir mánuð samkvæmt vefsíðu Times. Þessi olía á ekki aðeins að vera endurnýting á landbúnaðarúrgangi heldur einnig vera ,,kolvetnisneikvætt" sem þýðir að magn þess kolvetnis sem olían gefur frá sér er minna en það sem nýtt var úr andrúmsloftinu af þeim landbúnaðarúrgangi sem paddan nærist á.

Paddan sem er notuð er einfrumungur og stærð hennar er einn milljarðasti af stærð skordýrs. Helsta vandamál vísindamannanna er hvernig hægt sé að fjöldaframleiða þessa nýju gerð olíu. Þeir hafa búið til 1000 lítra vél sem fæðir einfrumunganna á landbúnaðarefni sem þeir svo aftur skila frá sér sem úrgangi. Þessi vél gefur hins vegar aðeins af sér eina tunnu af olíu á viku. Til þess að mæta þörfum Bandaríkjanna einna þyrfti þannig landsvæði að sömu stærð og Chicaco til framleiðslunnar.

Ef vísindamenn hins vegar næðu að leysa þetta vandamál myndi tunna af þessar olíu kosta 50 dollara á meðan tunna af venjulegri olíu kostar nú rétt undir 140 dollurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×