Loksins plata frá Skapta Ólafs 23. október 2008 07:00 Skapti Ólafsson man tímana tvenna. mynd/7fn Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira