20 ár og meira en 1400 leikir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2008 15:15 Kristinn Óskarsson tekur hér við viðurkenningu úr hendi Hannesar Jónssonar, formanni KKÍ, á síðasta tímabili. Mynd/E. Stefán Kristinn Óskarsson fagnar í dag 20 ára starfsafmæli sem körfuknattleiksdómari. Hann á meira en 1400 leiki að baki en sagði í samtali við Vísi að þessi tími hafi liðið ógnarhratt. Kristinn dæmir í kvöld leik Stjörnunnar og Njarðvíkur en hans fyrsti leikur fyrir 20 árum síðan, upp á dag, var viðureign Njarðvíkur og Tindastóls. „Þetta er búinn að vera mjög langur tími en samt búið að líða ótrúlega hratt," sagði Kristinn. „Mér finnst ég ekkert hafa elst þó svo að árin hafa færst yfir. Það eru til að mynda ekki nema þrjú ár síðan ég var boðaður á námskeið fyrir efnilega dómara í Evrópu." Kristinn byrjaði að dæma í efstu deild karla aðeins nítján ára gamall en var áður búinn að dæma leiki í 1. deild kvenna sem og í yngri flokkunum. Hann ætlaði sér þó alls ekki að gerast dómari svo ungur. „Einmitt þetta ár, 1988, voru dómarar boðaðir í þrekpróf í fyrsta sinn. Margir af körfuboltadómrunum voru þá ekkert í sérstöku formi og hættu í kjölfarið. Sumir tóku þessu hreinlega sem móðgun og skynjuðu ekki að þetta var kall tímans." „Þá skapaðist fremur slæmt ástand og vantaði dómara í stéttina. Þá fengu þeir yngri tækifærið. Ég var alls ekkert undrabarn í dómgæslu heldur þurfti bara að leyfa mönnum að prófa." Kristinn er Keflvíkingur og lék með félaginu í yngri flokkunum. „Ég spilaði þar alveg þar til að ég byrjaði að dæma. Ég var í mjög sterkum liðum í yngri flokkunum og við urðum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Ég fékk því mjög gott uppeldi í körfuboltanum sem lagði grunninn að því að maður varð þokkalega farsæll í dómgæslunni." Hann segir að það sé enginn sérstakur hámarksaldur fyrir íslenska körfuboltadómara. „Ég hef nú verið alþjóðadómari í ellefu ár og hámarkið þar er 50 ár. Ísland hefu nú átt ellefu alþjóðadómara en enginn hefur enst til fimmtugs. Mér finnst það mjög skynsamlegt að dæma ekki mikið lengur en það." „Ég er þó ekki að hugsa langt fram í tímann. Ég á leik í kvöld og það er búið að raða mér á leiki út nóvember. Lengra hugsa ég ekki í bili." Hann heldur þó nákvæmt bókhald um þá leiki sem hann hefur dæmt. „Ég er nú búinn að dæma meira en 1400 leiki og á ótal vini um alla Evrópu. Ég hef fengið að ferðast mikið, bæði innanlands og í Evrópu. Ég hef til að mynda komið til 30 landa vegna dómgæslu sem er afar skemmtilegt." „En það sem er neikvætt hefur fyrst og fremst bitnað á fjölskyldunni. Þetta getur verið mjög tímafrekt og maður er lengi frá fjölskyldunni en þá getur einnig slæm umræða um mann haft áhrif á aðra fjölskyldumeðlmi. Neikvæða hliðin snýr því kannski meira að fjölskyldunni en manni sjálfum." Kristinn segir að það sé skortur á ungu fólki í dómgæslu í dag. „Ég sakna þess að sjá ekki ungt fólk í dómgæslu. Þetta er bæði þroskandi og lærdómsríkt auk þess að miðað við hvernig þetta er borgað í dag að þetta er ágæt aukavinna, til að mynda með námi." Hann samsinnir því að slæm umræða um dómara og dómgæslu geti og hafi haft áhrif á þessa þróun. „Pottþétt. Bæði hefur framkoma við okkur á leikjum stundum farið yfir strikið og þá tel ég að tilkoma internetsins hafi haft slæm áhrif. Ýmsar heima- og spjallsíður þar sem fólk getur komið fram nafnlaust hefur án efa fælt fólk frá dómgæslu." Kristinn segir þó að framkoma fólks gagnvart dómurum hafi farið batnandi á undanförnum árum. „Framkoman er að verða jákvæðari en hins vegar sé ég engar framfarir á skilningi í okkar garð. Þjálfarar skilja til að mynda ekki hvað drífur dómara áfram. Við höfum lagt áherslu á að skilja hvað drífur þjálfara og leikmenn til að skilja þeirra hegðun betur en ef maður fylgir reglum nákvæmlega er maður orðinn algjör leiðindagaur. Menn skilja ekki að þetta er einfaldlega hlutverkið sem maður er búinn að taka að sér." Og hann segir að þetta eigi ekki einungis við um körfuboltann. „Ég skil til að mynda ekki af hverju Viggó Sigurðsson (þjálfari handboltaliðs Fram) fær ítrekað að úthúða dómurum hvað eftir annað. Af hverju er ekki gert neitt í því? Þetta skaðar hreyfinguna - ekki bara viðkomandi dómara. Þetta skapar neikvæða umræðu sem getur skilað sér í færri áhorfendum á leiki og færri styrktaraðilum. Niðurstaðan getur því verið mjög neikvæð fyrir handboltann allan." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Kristinn Óskarsson fagnar í dag 20 ára starfsafmæli sem körfuknattleiksdómari. Hann á meira en 1400 leiki að baki en sagði í samtali við Vísi að þessi tími hafi liðið ógnarhratt. Kristinn dæmir í kvöld leik Stjörnunnar og Njarðvíkur en hans fyrsti leikur fyrir 20 árum síðan, upp á dag, var viðureign Njarðvíkur og Tindastóls. „Þetta er búinn að vera mjög langur tími en samt búið að líða ótrúlega hratt," sagði Kristinn. „Mér finnst ég ekkert hafa elst þó svo að árin hafa færst yfir. Það eru til að mynda ekki nema þrjú ár síðan ég var boðaður á námskeið fyrir efnilega dómara í Evrópu." Kristinn byrjaði að dæma í efstu deild karla aðeins nítján ára gamall en var áður búinn að dæma leiki í 1. deild kvenna sem og í yngri flokkunum. Hann ætlaði sér þó alls ekki að gerast dómari svo ungur. „Einmitt þetta ár, 1988, voru dómarar boðaðir í þrekpróf í fyrsta sinn. Margir af körfuboltadómrunum voru þá ekkert í sérstöku formi og hættu í kjölfarið. Sumir tóku þessu hreinlega sem móðgun og skynjuðu ekki að þetta var kall tímans." „Þá skapaðist fremur slæmt ástand og vantaði dómara í stéttina. Þá fengu þeir yngri tækifærið. Ég var alls ekkert undrabarn í dómgæslu heldur þurfti bara að leyfa mönnum að prófa." Kristinn er Keflvíkingur og lék með félaginu í yngri flokkunum. „Ég spilaði þar alveg þar til að ég byrjaði að dæma. Ég var í mjög sterkum liðum í yngri flokkunum og við urðum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Ég fékk því mjög gott uppeldi í körfuboltanum sem lagði grunninn að því að maður varð þokkalega farsæll í dómgæslunni." Hann segir að það sé enginn sérstakur hámarksaldur fyrir íslenska körfuboltadómara. „Ég hef nú verið alþjóðadómari í ellefu ár og hámarkið þar er 50 ár. Ísland hefu nú átt ellefu alþjóðadómara en enginn hefur enst til fimmtugs. Mér finnst það mjög skynsamlegt að dæma ekki mikið lengur en það." „Ég er þó ekki að hugsa langt fram í tímann. Ég á leik í kvöld og það er búið að raða mér á leiki út nóvember. Lengra hugsa ég ekki í bili." Hann heldur þó nákvæmt bókhald um þá leiki sem hann hefur dæmt. „Ég er nú búinn að dæma meira en 1400 leiki og á ótal vini um alla Evrópu. Ég hef fengið að ferðast mikið, bæði innanlands og í Evrópu. Ég hef til að mynda komið til 30 landa vegna dómgæslu sem er afar skemmtilegt." „En það sem er neikvætt hefur fyrst og fremst bitnað á fjölskyldunni. Þetta getur verið mjög tímafrekt og maður er lengi frá fjölskyldunni en þá getur einnig slæm umræða um mann haft áhrif á aðra fjölskyldumeðlmi. Neikvæða hliðin snýr því kannski meira að fjölskyldunni en manni sjálfum." Kristinn segir að það sé skortur á ungu fólki í dómgæslu í dag. „Ég sakna þess að sjá ekki ungt fólk í dómgæslu. Þetta er bæði þroskandi og lærdómsríkt auk þess að miðað við hvernig þetta er borgað í dag að þetta er ágæt aukavinna, til að mynda með námi." Hann samsinnir því að slæm umræða um dómara og dómgæslu geti og hafi haft áhrif á þessa þróun. „Pottþétt. Bæði hefur framkoma við okkur á leikjum stundum farið yfir strikið og þá tel ég að tilkoma internetsins hafi haft slæm áhrif. Ýmsar heima- og spjallsíður þar sem fólk getur komið fram nafnlaust hefur án efa fælt fólk frá dómgæslu." Kristinn segir þó að framkoma fólks gagnvart dómurum hafi farið batnandi á undanförnum árum. „Framkoman er að verða jákvæðari en hins vegar sé ég engar framfarir á skilningi í okkar garð. Þjálfarar skilja til að mynda ekki hvað drífur dómara áfram. Við höfum lagt áherslu á að skilja hvað drífur þjálfara og leikmenn til að skilja þeirra hegðun betur en ef maður fylgir reglum nákvæmlega er maður orðinn algjör leiðindagaur. Menn skilja ekki að þetta er einfaldlega hlutverkið sem maður er búinn að taka að sér." Og hann segir að þetta eigi ekki einungis við um körfuboltann. „Ég skil til að mynda ekki af hverju Viggó Sigurðsson (þjálfari handboltaliðs Fram) fær ítrekað að úthúða dómurum hvað eftir annað. Af hverju er ekki gert neitt í því? Þetta skaðar hreyfinguna - ekki bara viðkomandi dómara. Þetta skapar neikvæða umræðu sem getur skilað sér í færri áhorfendum á leiki og færri styrktaraðilum. Niðurstaðan getur því verið mjög neikvæð fyrir handboltann allan."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum