Tónlist

Jónsi með einsöng

Jón Jósep Sæbjörnsson syngur einsöng með kórnum Sálubót á laugardag.
Jón Jósep Sæbjörnsson syngur einsöng með kórnum Sálubót á laugardag.
„Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína," segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag.

Þetta verður í annað sinn sem Jónsi syngur með kórnum og í þetta sinn verða á efnisskránni Mona Lisa, When Your Smiling, eitt lag eftir eistneska kórstjórann Jaan Alavere, auk fleiri laga. Hann hlakkar mikið til að koma fram og hefja upp raustina. „Það er alltaf sagt að það sé mikill vindur í Þingeyingum og ég held að þetta sé upphafið að því."

Jónsi starfar um þessar mundir sem félagsmálafrömuður Tækniskólans auk þess sem hann syngur úti um allar trissur, bæði einsamall og með Í svörtum fötum. Hefur hann því í nógu að snúast eins og svo oft áður. - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.